top of page
Search

Handleggjabarn, here I come

Elsku Siggi okkar er orðinn svo þolinmóður á morgnanna, fyrir ekki svo löngu síðan bar bara grátið og öskrað þangað til við sóttum hann en núna kallar hann á annaðhvort mig eða pabba sinn, við svörum að við séum að koma og hann bíður rólegur.

Hann fékk þennan ósið líklegast því ég hljóp alltaf til hans eins og húsið væri að brenna þegar ég heyrði í honum vakna en eftir að Ágúst fór í fæðingarorolof og fékk að heyra hvernig ástandið væri (hann er vanalega farinn í vinnuna áður en börnin vakna) ákvað hann að þetta gæti ekki gengið núna.. og viti menn,.. Siggi er það þolinmóður á morgnanna að hann sofnar stundum á meðan hann bíður 🤣

Vildi ég gæti sagt það sama um Camillu.. 😑


Snáðinn vakti mig í morgun, ég klæddi mig, tók yngstu snúlluna okkar í hreiðrinu sínu, færði hana í vögguna sem er niðri og sótti Sigga.

Ég tek hann í fangið og fæ morgunknús ❤️ ég elska þessi morgunknús, alltaf svo hlý knús, stundum það hlý að ég á það til að taka upp hitamælirinn því mer finnst þau svo heit 🫣

Í morgun var knúsið frá Camillu aðeins of heitt, ég mældi hana 37.7.. ahh þarna er ég oft ráðavillt.. ég beið í ca hálftíma og mæli hana 37, jæja litla daman fór i leikskólann en aðeins í klukkutíma þar sem hún byrjaði að verða slöpp ❤️❤️


Kósy dagur framundan með Camillu og litlu monsu 🥰

Svo EKKI!

Elsku kveisubarnið hún monsa okkar grét allan daginn, ALLAN DAGINN!

Fml

Eitt er víst, ég er pottþétt búin að taka mín 10.000 skref í dag.. en þau skref voru tekin á aðeins 20 fm radíus.. 😖

Það er eitt að vera með litluna grátandi en það er bara rugl að blanda of virku Camillu i þann pakka líka, hana langar að sýna manni allt, horfa á allt en samt ekki og skoða í alla skápana aftur og aftur, með mömmu 😮‍💨


Tíminn stóð í stað og allar mögulegu prumpa og kúka æfingar voru gerðar án árangurs.. þvílíkur dagur, ég get btw ekki beðið eftir morgundeginum þar sem Alba verður aftur heima, tala nú ekki um skipulagsdaginn sem er á fimmtudaginn.. þá fær Siggi að joina okkur líka, fun.

Ég sé fyrir mér mig útí glugga klukkan 16.15 þann dag að bíða eftir að Ágúst kemur heim.

Talandi um.. "GUÐ SÉ LOF" var það fyrsta sem ég sagði þegar Ágúst kom heim, ég var svo tilbúin að rétta honum litla krílið og óvenju spennt að komast í þvottinn sem ég hafði ekki fundið tíma fyrir 🥴


Núna er klukkan 22.53, litla monsa búin að prumpa og kúka heilan helling og er vonandi að sofna sjálf í vöggunni sinni.

Eða ekki.. hérna er hún as we speak 😅

Jæja, best að fara sinna litlu snúll 🤩



 
 
 

Comments


bottom of page