Besta lausnin fyrir minna stress
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Oct 23, 2024
- 2 min read
Talandi um tilfinningar, fyrr á árinu á tilfinningalega dauða tímabilinu mínu las ég bókina - It ends with us. Geeeggjuð bók en ég las hana bara eins og ég væri að lesa Bangsimon, engar tilfinningar, ekkert kom á óvart og ég náði aldrei tengingu við karakterana sem er alveg galið því þessi bók er alveg mögnuð!
Í gærkvöldi á allsekki tilfinningalega dauða tímabilinu ákváðum við vinkonurnar að hafa bíókvöld og horfa á þessa mynd og hjálpi mér, ég fékk kökk í hálsinn þegar ég sá heimilislausa strákinn í myndinni og ég var farin að grenja þegar ég áttaði mig á hvað væri að fara gerast, áður en það actually gerðist í myndinni!🥴
Tvö mismunandi lyf sem eiga að gera nánast það sama en hafa ótrúlega mismunandi og ýkt áhrif á mig.
Ég hef frá því ég man eftir mér verið tilfinningarík en halló, þetta er of mikið... sérstaklega þegar vinkonur þínar gráta ekki einu sinni með þér yfir myndinni.. takk fyrir það btw.
Það er eeinstaka sinnum sem ég fer seint að sofa á virkum dögum, ég er yfirleitt sofnuð fyrir 10 jafnvel 9 á kvöldin - í gær var ég komin heim um miðnætti og litla Rósin mín heldur betur refsaði mér fyrir það. Í fyrsta lagi ætlaði sú litla að vakna rétt eftir miðnætti, vildi ekki pela, vildi ekki duddu og kvartaði bara on/off. Ef það er eitthvað sem ég hef lært á síðustu árum er það að aldrei taka börnin upp úr rúminu þegar þau láta svona þegar þau eiga að fara sofa - lukkulega sofa hin börnin fast og hefur þetta því ekki áhrif á þau 🤟
Rebekka sofnaði loksins eftir rúman klukkutíma en ákvað svo að henda aftur í þessa veislu um 5 leitið...
Ég held að eina lausnin í þessu er að minnka þjónustuna á nóttinni og það er bara aðeins meira en að segja það 🥲
Það kom mér sko allsekki á óvart þegar ég vaknaði og áttaði mig á því að ég hafi sofið yfir mig.. klukkan var 7.40 og dagmömmukrílin að mæta eftir 5 mín.
Þarna bý ég undir miklum lúxus má segja - aupair lífið, jesús minn hvað ég elska það! Þótt ég sé að fara vinna eftir 5 mín, krakkarnir ekki komnir í leikskólann er bara EKKERT stress! Elsku Rona okkar græjar krakkana og kemur þeim í leikskólann 😍
Það eina sem ég þurfti að gera var að fara í föt, tannbursta mig og ég er tilbúin til vinnu! Ljúfa líf segi ég, held það séu fáir jafn óstressaðir og ég var í morgun þegar maður vaknar 5 mín fyrir vinnu og eiga eftir að koma öllu liðinu á fætur og í skóla.
Ég ELSKA aupair lífið - það hefur sjaldan verið jafn lítið stress á þessu heimili síðan hún kom 😍
Ekki má gleyma að elsku Camilla Alba á afmæli í dag, orðin þriggja ára og er sjálf að hætta lyfjunum sínum í dag eftir næstum 3 ár á lyfjum ❤️
Endalaust stolt af litlu hetjunni okkar og vonandi fær hún ekki bakslag 🤞🏻
Siggi og Alba fóru í öllu bleiku í leikskólann í dag til styrktar brjóstakrabbameina 🩷🩷
Alba alltaf tilbúin með sparibrosið..

Comentarios